Saturday, April 24, 2010
Þetta vitum við í dag
Við vitum að Miami hafði ekkert í þessa úrslitakeppni að gera. Einvígi Boston og Miami er búið og síðarnefnda liðið gleymdi áhuganum, stoltinu og hjartanu heima.
Við vitum að Oklahoma ætlar að gefa Lakers hrikalega seríu og að sú undarlega staða er komin upp að ef Lakers fer áfram í aðra umferð, fær liðið auðveldari andstæðing þar en í fyrstu umferðinni. Leikmenn LA Lakers horfðu skælbrosandi á Utah bursta grátlega Denver-menn í gær.
Við vitum að Chicago gaf Cleveland eitthvað til að hugsa um í þriðja leiknum og minnti á hvað liðið væri hættulegt ef það næði sér í góðan leikmann í sumar.
Og við vitum að einvígi Dallas og San Antonio er skemmtilegasta og jafnasta einvígið í úrslitakeppninni.
Það er nú eitthvað.