Friday, April 23, 2010
Miami-Boston í beinni í kvöld
Stuðningsmenn Boston og Miami fá eitthvað fyrir peninginn í kvöld þegar þriðji leikur liðanna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 23:00.
Það kemur í ljós í kvöld hvort Miami-menn ætla að gera seríu úr þessu eða hvort þeir ætla að halda áfram að leika gólfmottur á móti Boston.
Staðan er 2-0 fyrir þá grænu og hefur Miami-liðið vægast sagt valdið vonbrigðum í einvíginu. Við höfum oft óreynd lið finna sig betur þegar þau koma á heimavöllinn og vonandi fyrir Miami-aðdáendur verður eitthvað slíkt uppi á teningnum hjá Heat í kvöld - annars er þessi sería búin.
Fjórði leikur liðanna á sunnudagskvöldið verður líka í beinni á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan 17:00.