Sunday, April 25, 2010

Drengirnir í Oklahoma City Thunder eru góðir í körfubolta


Einvígi LA Lakers og Oklahoma er stórkostlegt. Ekkert minna en það.

Það er með ólíkindum hvernig þessir ungu og óreyndu Oklahoma-drengir eru að gefa öllum sérfræðingum langt nef með frammistöðu sinni. Tóku meistarana og flengdu þá í fjórða leiknum. Létu þá líta út eins og viðvaninga.

Stemmingin í Oklahoma hefur verið lygileg. Stemmingin á klósettunum þar er betri en á heimavelli Miami þegar Dwyane Wade skorar 46 stig og bjargar liðinu einn síns liðs frá því að fara í sumarfrí.

Talandi um klósett. Við leggjum til að Pat Riley ráði Jermaine O´Neal í að þrífa klósettin í American Airlines Arena á næstu leiktíð. Michael Beasley gæti kannski aðstoðað hann við verstu blettina.

Þið verðið að afsaka hvað er lítill andi í okkur til skrifa í augnablikinu. Það er svona að vera í þriðju veikindasveiflunni síðan um páska. Nóg til keyra hvern mann og konu í algjöra geðveiki.

Hey, var það búið að koma fram hérna að LeBron James er langbesti körfuboltamaður í heimi?

Tími fyrir næsta lyfjaskammt og Spurs-Mavs #4.

Það verður hressandi.