Friday, April 2, 2010
Aprílgabb Té-Máks
Við buðum ekki upp á aprílgabb hérna á síðunni í gær eins og þið hafið líklega tekið eftir.
Það er ekki okkar stíll að ljúga upp í opið geðið á fólki. Það er líka næg geðveiki hérna fyrir.
Tracy McGrady bauð hinsvegar upp á dýrari týpuna af aprílgabbi í New York Times. Eða það héldum við, þangað til við skoðuðum dagsetninguna og sáum að viðtalið sem Times tók við hann var dagsett í dag - 2. apríl.
Í viðtalinu má meðal annars lesa þetta gullkorn:
“There’s no question I will be an All-Star,” McGrady said. “Not right now, but next year when I come into the season, I will be an All-Star-caliber player, there’s no question.”
Þú segir nokkuð, Tracy.
En það er kannski best að fara varlega í að gera grín að svona yfirlýsingum. Allen Iverson var nú einu sinni kosinn í byrjunarlið í stjörnuleiknum í ár.
Og það er ljóst að menn þurfa ekki að hafa nema vott af stjörnupótensjal til að vera kosnir inn í vinsældakeppninni ef þeir spila í Stóra Eplinu.