Tyreke Evans er enn að hlaða efni inn á blandspóluna sem á líklega eftir að landa honum titlinum nýliði ársins.
Í gær bauð hann upp á 19/10/10 þrennu í sigri Kings á Raptors og smellti beri á toppinn með þessari fáránlegu körfu. Ekki laust við að okkur sé farið að lítast vel á þennan dreng. Alltaf svo ofur-vanur eitthvað.
Eins og sjá má í myndbrotinu eru Maloof-bræður ekkert að hata hann heldur. Fagna honum vel svona þegar þeir hafa tíma til að horfa á liðið sitt - svona rétt á meðan þeir eru ekki að taka upp Las Vegas þætti. Sem eru helvíti fínir þættir btw.