Friday, March 12, 2010

Aðal Númerið - Alli á Ísbílnum tekur í trendið


Fyrst var það LeBron James sem ákvað að skipta úr treyju númer 23 yfir í númer 6 á næstu leiktíð.

Þá Gilbert Arenas, en hann hefur ákveðið að parkera númer 0 og fara líka í númer 6 - ef hann fær þá vinnu aftur í NBA. Agent Zero heyrir þannig formlega sögunni til.

Og nú síðast var það hann Alli á Ísbílnum sem ákvað að taka slaginn og taka upp númer sex.

Alli gamli hefur ekið bíl númer 6917 í Hammersmith í London frá því skömmu eftir síðari heimsstyrjöld en þótti upplagt að breyta til og ekur bifreið númer sex eftirleiðis.

"Það er eins gott að skipta um númer áður en maður fer á diskóið up in this muthafucka" sagði Alli í samtali við breska fjölmiðla.

"Ég valdi þetta númer af því ég hef ekki fengið á broddinn síðan Nottingham Forest varð enskur meistari í knattspyrnu."