Saturday, March 13, 2010

Í námunda við Ámunda


Það er árshátíð hjá ritstjórninni núna. Við erum öll í sumarbústað fjarri mannabyggðum og njótum lífsins í botn.

Það aftraði okkur ekki frá því að horfa á Svala lýsa Phoenix-LA Lakers í gær.

Meistararnir hálf vandræðalegir gegn svæðisvörn heimamanna á löngum köflum en það er kannski til marks um styrk Lakers að liðið skuli klára svona leiki þrátt fyrir að líta hálf aulalega út.

Það hefði verið hægt að fylla út þrjár stílabækur af mistökum dómaranna í leiknum, en verst þótti okkur ill meðferð Lakers á honum Ámunda vini okkar, Louis Amundson.

Sáum ekki allan leikinn, en sáum Ámunda fá þrisvar mjög illa á kjaftinn. Algjör óþarfi.