Sunday, March 14, 2010
Lóan er komin
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að vorið er komið.
Við eigum reyndar enn eftir að keyra á fyrstu Lóuna hérna á Íslandi en vorið kemur alltaf hjá okkur þegar skipt er yfir á sumartíma í NBA og fyrstu leikir hefjast klukkan 23 en ekki á miðnætti.
Og það vill svo skemmtilega til að fyrsti ellefu leikurinn okkar í ár verður með spútnikliði Oklahoma nú í kvöld á NBA TV, svo þeir sem hafa trassað að horfa á þetta skemmtilega lið spila hafa nú engar afsakanir lengur.
Oklahoma tekur í kvöld á móti Utah. Þessi lið hafa verið á fínu róli að undanförnu og eru á svipuðum slóðum í hörðu kapphlaupi í ofurjafnri Vesturdeildinni.
Tékkaðu á þessu. Þú hefur ekkert betra að gera.