Sunday, March 14, 2010
Cleveland er búið að vinna 52 körfuboltaleiki
Cleveland var fljótast allra liða í 50 sigra í NBA í vetur. Náði í sinn 52. gegn Celtics í kvöld.
Í fyrra var það LA Lakers sem varð fyrst í 50 sigra og árið þar á undan var það Boston. Þú áttar þig á því að liðin lönduðu titlinum þessi ár sem um ræðir.
Cleveland þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að vinna Boston í kvöld. Mikill munur á þessum liðum.
Besti punkturinn í leiknum var án efa G-Ben-ummæli Mark Jackson í lýsingu ESPN.
Hann var að tala um þá furðulegu staðreynd að Antawn Jamison er einhverra hluta vegna aðeins með rétt rúmlega 40% vítanýtingu síðan hann kom til Cleveland.
"Cleveland verður nauðsynlega að endurheimta Shaquille O´Neal úr meiðslum svo hann geti hjálpað Jamison að vinna í vítaskotunum sínum," sagði Jackson alvarlegri röddu.
Ok, kannski var þetta fyndnara live, en þetta endurspeglar vel hve rosalega óspennandi leikurinn var. Cleveland er bara á krúskontról að bíða eftir úrslitakeppninni.