Monday, March 15, 2010

LeBron James er eltihrellir


Chase down blocks er það kallað þegar varnarmenn elta uppi andstæðinga sína í hraðaupphlaupum og verja frá þeim sniðskot.

Þetta hugtak hefur raunar verið til í nokkur ár en það komst ekki í daglegt tal fyrr en fyrir um tveimur árum síðan þegar LeBron James gerði þetta að listgrein og blaðamenn í Cleveland fóru að halda tölfræði yfir þetta.

Hið hljómfagra orð eltihrellir (stalker) hefur gjarnan verið notað til að lýsa mönnum sem gramsa í ruslatunnum og þefa af nærbuxum fræga fólksins en það lýsir ekki síður þessari skemmtilegu iðju James í körfuboltanum.

Hér sjáum við nýlega samantekt með nokkrum af bestu eltihrellum LeBron James.
-Burt með þetta léttmeti!!!