Allt er þá þrennt er og hér kemur þriðja Boston-færslan í röð.
Ekki veitir af að vekja athygli á þeirri staðreynd að Memphis
gjörsamlega valtaði yfir Boston í Garðinum í kvöld, 111-91.
Boston sá einfaldlega aldrei til sólar í þessum leik eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan.
Við vorum að leiða líkum að því að stuðningsmenn Celtics hefðu baulað, en þeir gerðu meira en það og yfirgáfu margir húsið um miðjan fjórða leikhlutann þegar Boston var 25 stigum undir.
Nú ætlum við ekkert að taka neitt frá Húnunum í Memphis sem unnu þarna sinn sjöunda útileik í röð.
En ástandið á Boston er bara að verða vandræðalegt.