Friday, March 5, 2010
Tölvumálin komin í betri farveg
NBA Ísland er ekki bara besta vefsíða landsins. Hún getur líka státað af bestu og tryggustu lesendum landsins.
Það var ekki að spyrja að því. Margir lesendur brugðust vel við kallinu þegar tæknimálin fóru til andskotans hjá okkur.
Póstunum rigndi inn frá hjálpfúsum lesendum sem vildu aðstoða okkur í þessari neyð.
Kannski var það meira örvænting en góðmennska sem rak þá áfram - hver vill vera án þess að lesa NBA Ísland daglega?
Við viljum því nota þetta tækifæri til að þakka lesendum sem sendu okkur línu og sérstakar þakkir fær Hilmar í Kópavogi sem útvegaði okkur slarkfæra fartölvu til að keyra prógrammið áfram. Toppmaður þar á ferðinni og kandídat í lesanda ársins.
Við þurfum svo að skottast til að redda okkur sponsi á síðuna svo við getum endurnýjað tækjakostinn.