Hvern hefði grunað að maður með nafn eins og C.J. Miles ætti sér alnafna þarna úti. Hvað þá
alnöfnu.
Það er ekki útilokað að framherjinn C.J. Miles hjá Utah Jazz sé í raun næst frægasti einstaklingurinn sem ber þetta nafn - svona að minnsta kosti í netheimum. Asíumærin ku vera afbragðs fyrirsæta, er með eigin heimasíðu og hefur m.a. gefið út líkamsræktarmyndband.
Við þurfum að sjálfssögðu ekki að taka það fram að við vorum að kynna okkur efni tengt körfuboltamanninum C.J. Miles þegar þessi skemmtilega staðreynd varð á vegi okkar...