Friday, March 5, 2010

Lokasvar?


Hvað er hægt að segja um aumingja Allen Iverson?

Kóngurinn í Philadelphia, partur af tilraun sem gekk ekki upp í Denver. Þunglyndur í Detroit, súisædal í Memphis og svo aftur heim til Philadelphia.

Það hefði verið krúttlegt ef Iverson hefði fengið að ljúka flottum ferli með Sixers þar sem ballið byrjaði á sínum tíma, en undanfarnar vikur hefur heldur betur hallað undan fæti hjá kappanum.

Fékk frí frá spilamennsku vegna veikinda dótturinnar (sem enginn veit hvað amar að) og notaði tímann til að skilja við eiginkonuna(!)

Hann reyndist svo ekki vera Svarið í þetta sinn og hefur verið settur í varanlegt frí frá Sixers. Og svo síðasta hálmstráið.

Blaðamenn í Philadelphia segja að hann sé dottinn í sopann - sé fullur þegar hann er ekki að spila fjárhættuspil - nú eða bæði.

Það er ekki beinlínis hægt að segja að hlutirnir séu að falla með Iverson. Sem á bara einu erindi lokið við NBA deildina. Að skila inn pappírunum um að hann sé hættur. Og endanlega að þessu sinni.