Saturday, March 6, 2010
Tempus Incognitum
Sáum leiki live með þeim báðum á fimmtudagskvöldið. Grant Hill og Brenton Birmingham.
Tveir fjölhæfir tappar sem hafa verið lengi í bransanum og geta skammlaust leyst þrjár stöður á vellinum. Hill spilaði leikstjórnandann fyrir Suns - Brenton spilaði næst flestar mínútur hjá Grindavík í sigri á Kef.
Það fer gott orð af þeim báðum. Prúðir og góðir drengir. Spila með góðum liðum sem líður áberandi betur á vallarhelmingi andstæðinganna. Eldast eins og Slayer - greinilega en vel.
Jafnvel talsvert yngri mönnum verður eflaust stundum hugsað til þessara tveggja þegar þeir standa með bakið stíft við Gústavsberginn að morgni og sjá ekki tærnar á sér fyrir ístrunni.
Ekki okkur, auðvitað.