Thursday, March 4, 2010

Allt í hers höndum á ritstjórninni


Tölvukerfið á ritstjórnarskrifstofu NBA Ísland er hrunið. Svona til að gera langa sögu stutta.

Það sem birst hefur hér á vefnum síðustu tvo daga hefur verið unnið utan skrifstofunnar - slíkur er metnaður okkar til að færa ykkur gleði á gráum tímum.

En við treystum okkur ekki til að hlaupa endalaust milli bæjarhluta til að sinna ritstörfunum.

Eins og þið hafið tekið eftir, er síðan enn ekki komin með styrktaraðila þó ótrúlegt sé. Því eru allir sjóðir tómir og því góð ráð dýr þegar tölvukerfið hrynur.

Engar tölvur - engar færslur á NBA Ísland.

Það er því upplagt að nota þetta tækifæri til að skora á lesendur að senda okkur línu á nbaisland@gmail.com ef þeir búa svo vel að eiga tölvu - helst fartölvu - sem virkar sæmilega og er ekki í notkun. 

kveðja,
Ritstjórnin