Wednesday, March 3, 2010

Svarið er nei...


... það fór ekki framhjá okkur að Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma, átti sinn besta mánuð á ferlinum í febrúar.

Enn ein ástæðan fyrir því að þú verður að fara að sjá leik með OKC. Frábært lið.

Westbrook á enn eftir að læra eitt og annað. Er frekar slakur skotmaður, en það er nú Jason Kidd líka. Fyndið hvað menn biðu eftir því í mörg ár að Jason Kidd yrði betri skotmaður. Menn eru bara góðir skotmenn eða ekki. Fáar undantekningar á þeirri reglu.

En Jason Kidd var/er besti leikstjórnandi sinnar kynslóðar þó hann sé ekkert sérstakur skotmaður og Russell Westbrook er farinn að blanda sér harkalega inn í umræðuna um bestu leikstjórnendur í deildinni þrátt fyrir ungan aldur.

Sjáðu bara tölfræðina hjá honum í febrúar. 18,8 stig, 10 stoðsendingar, 6,5 fráköst, 2,4 stolnir og Oklahoma vann níu af ellefu leikjum í mánuðinum. Þetta er gúddsjitt.