Monday, March 1, 2010

Sælar stelpur, Andray hérna


Einn er sá maður í höfuðborg Bandaríkjanna sem saknar Antawn Jamison ekki neitt.

Það er kraftframherjinn Andray Blatche hjá Washington Wizards.

Hefur verið að skila Wiz svona tíu stigum í leik á um það bil tuttugu mínútum sem varamaður til þessa. Eftir að forráðamenn Wiz tóku þá meðvituðu ákvörðun að hreinsa allar stjörnur í burtu frá liðinu, hefur Blatche þessi komist heldur betur í feitt.

Hann er að bjóða upp á 21 stig, 8,5 fráköst, 1,2 varin og 1,4 stolna í leik og 55% skotnýtingu í febúar, þar sem Wiz hefur merkilegt nokk gengið þokkalega miðað við allt. Blatche hefur einu sinni skorað minna en 24 stig í síðustu sjö leikjum (18).

Eins dauði er annars brauð og allt það.