Tuesday, March 30, 2010

Sex tvíhöfðar í apríl á NBA TV


Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að apríldagskráin á NBA TV er kominn hérna inn á síðuna. Þú nálgast hana með því að smella á tengilinn á hægri spássíu síðunnar sem á stendur "Dagskráin á NBA TV" - geimvísindi, we know.

Aðeins of margir leikir með LA Clippers þarna fyrir okkar smekk, en þó Golden State sé líka annálað rusl af liði, kunna menn við flóann amk að skemmta fólki. Svo eru þarna perlur eins og Oklahoma-Denver þann sjöunda.

Þið sjáið líka að það er mikið af tvíhöfðum í boði í apríl eins og venjulega, svo nú er um að gera fyrir þá sem ekki er búið að reka af vinnumarkaðnum að segja starfi sínu lausu og fá sér NBA TV. Lóa, smóa - það er komið vor!