Rasheed Wallace hefur verið allt annað en himnasending fyrir Boston í vetur.
Sagt er að hann sé með júllur og björgunarhring. Hangir bara fyrir utan þriggja stiga línu og hleður múrveggi. Hann hefur aldrei verið maðurinn sem fetar meðalveginn.
Boston Herald tók
skemmtilegt viðtal við hann þar sem hann býður m.a. upp á kung-fu analógíur til að útskýra af hverju hann er hættur að fara inn í teiginn.