Tuesday, March 2, 2010

LeNúmeraskipti


LeBron James ætlar að skipta um númer.

Spilar í treyju númer sex á næstu leiktíð. Staðarblöð í Cleveland fengu þetta staðfest í nótt.

Við ætlum ekki að velta því fyrir okkur hvort Cleveland þarf að prenta treyju númer sex eða ekki (ef hann fer frá félaginu í sumar), sú umræða er að verða fjandi þreytandi.

 LeBron hefur hingað til spilað í treyju númer sex hjá landsliðinu, en ein af ástæðunum sem hann gaf fyrir númeraskiptunum var að hann vildi "leyfa Jordan að eiga númer 23." Sem er auðvitað hárrétt hjá honum, en okkur finnst furðulegt þegar megastjörnur um númer á miðjum ferli af ástæðulausu eins og LeBron virðist ætla að gera og Kobe Bryant gerði áður.

Þegar við verðum búin að jafna okkur á því hvað það er kjánalegt að James hafi skipt um númer, verðum við hinsvegar að viðurkenna að sex er helvíti flott númer fyrir hann. Hann er bara eitthvað svo númer sex-legur.

Þá er bara að vona að ákvörðun hans að bera númer sex hafi ekkert með þá staðreynd að Dr. J og Bill Russell báru þetta númer. Af hverju að ákveða að hætta að herma eftir Jordan og fara að apa eftir öðrum?