Monday, March 29, 2010
Netlimur mánaðarins: Dorell Wright - Miami Heat
Nýjasta gáfnaljósið til að láta myndir af sér og fermingarbróður sínum leka á netið er vandræðagemsinn Dorell Wright hjá Miami Heat.
Þetta var fyndið fyrst, en nú er þetta bara orðið sorglegt og asnalegt.
Það var hinn vel meiddi Greg Oden sem reið á vaðið með fallegri og tja, langri, myndaseríu af sér og við gátum ekki stillt okkur um að setja okkar eigið twist á það.
Þess var svo ekki langt að bíða að George Hill hjá San Antonio apaði þetta eftir honum.
Allt er þá þrennt er og nú hefur Wright bæst í hópinn eins og sjá má hér á myndunum.
Ætli við köllum þennan neyðarlega lið ekki bara Netlim mánaðarins framvegis.
Þvílík sauðnaut!