Wednesday, February 24, 2010

Vince skorar á rassgatinu


Svo við höldum áfram að íslenska uppfyllingarefni frá Yahoo!

Dwight Howard hjá Orlando fékk það staðfest sem heimsmet um stjörnuhelgina þegar hann skoraði frá miðju sitjandi á rassgatinu.

Nú lítur út fyrir að Vince félagi hans hafi toppað það svo um munar. Spurning hvort hann ætti ekki frekar að æfa standandi skotin sín. Þau hafa ekki dottið svo vel hjá honum í vetur.