"Hvernig er veðrið þarna uppi?" var hann spurður eins og svo margir sem eru 220 cm á hæð.
"Það er rigning," ansaði hann og hrækti framan í spyrjandann. Þetta var á níunda áratugnum.
Þessi hávaxni maður er löngu orðinn cult-hetja í NBA og heitir Dwayne Schintzius.
Hann er löngu hættur að hrækja á fólk en berst nú fyrir lífi sínu. Við óskum honum alls hins besta.