Sunday, February 21, 2010

Dwight Howard sigraði í alpagreinum


Miðlar vestra sögðu að Dwight Howard hefði haft betur í einvígi sínu við Shaquille O´Neal í kvöld þegar Orlando færði Cleveland þriðja tapið í röð.

Líklega áttu þeir við að lið Howard hefði haft betur. Ekki þótti okkur Howard beinlínis yfirspila Shaq. Sá gamli gerði það sem honum sýndist. Alltaf jafn rosalegt að sjá tröllvaxinn mann á borð við Howard líta út eins og litla stelpu við hliðina á O´Neal.

Það vakti furðu okkar hvað LeBron James virtist taka fótinn af bensíngjöfinni í fjórða leikhluta. Og var eitthvert ykkar að fylgjast með Vince Carter í leiknum? Á hvaða plánetu var hann? Það var eins og hann væri að spila sinn fyrsta leik með Orlando. Hvernig á Orlando að vinna titil ef það þarf að treysta á svona mann?

Allt annað að sjá til Antawn Jamison. Hann sýndi þarna hvernig hann á eftir að nýtast Cleveland og teygja á vörnum andstæðinganna. Skrítið að sjá Cavs tapa þremur í röð samt. Það verður bara að játast.