
Sérstaklega ekki eftir að strákarnir á Sports Illustrated hóuðu í Karl Malone til að gefa skoðun sína á vopnaskaki Gilbert Arenas.
Malone virðist vera orðinn eftirmaður Charlton Heston hjá Frethólkafélaginu (NRA) og er mikill talsmaður vopnaburðar.
Í hans tilviki er það nú aðallega vegna þess að a) hann er suðurríkjamaður og b) hann er með veiðidellu sem nær allt frá laxi og klaufdýrum upp í mexíkóskar smástelpur.

Malone tekst líka að gefa út mótsagnakenndar yfirlýsingar á heimsmælikvarða eins og honum var einum lagið hér á árum áður þegar hann lék með Utah.
Fyrst segir hann:
"...og ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að ég fer hvergi á farartæki mínu án þess að hafa vopn með í för - en mér hefur aldrei dottið í hug að fara með það inn í hús, hvað þá inn í íþróttahallir."
En skömmu síðar furðar hann sig á því að menn eins og Arenas geri það sama.
"Þeir segjast vilja bera vopn sér til varnar. Guð minn almáttugur, hvernig lífi lifir þú, ef þú þarf á því að halda? Ég veit ekki hvar þessir menn ólust upp eða hver er á eftir þeim, en segið okkur hvers vegna þið þurfið að eiga byssur. Ef þið þurfið byssur til að verja ykkur- er það á röngum forsendum og getur bara endað illa."
Kannski skiljum við bara ekki svona suðurríkja-dæmi, en í okkar augum er byssa fyrir aftan sætið í pallbíl er ekkert öðruvísi en byssa inni í skáp.