Sunday, January 10, 2010
Góð tilraun, Sheed
Það er staðfest. Leikmenn í NBA deildinni lesa NBA Ísland daglega.
Við höfum átt það til í vetur að stríða leikmönnum sem hafa ekki verið að gera sérstaklega góða hluti og nánast undantekningarlaust hafa þessir sömu menn brillerað í næsta leik á eftir.
Nýjasta dæmið um þetta er Rasheed Wallace, sem fór á kostum í sjónvarpsleiknum á Sportinu í kvöld.
Eftir að hafa fengið smá pillu hérna í gær, átti Sheed sinn besta leik í vetur með 29 stigum (9-12 í skotum) og 8 fráköstum gegn Toronto.
Eini fyrirvarinn á þessari frammistöðu Wallace í kvöld var sá að Toronto spilar varnarleik á pari við Shewsbury Town, en það er reyndar knattspyrnulið á Englandi eins og flestir vita
Já, þetta var ágæt tilraun hjá Wallace en því miður fær hann ekki að fara heim með leikboltann. Sá heiður er geymdur handa Rajon Rondo sem hlóð upp huggulegri þrennu handa okkur. Og eins og þið vitið, þjáumst við af alvarlegu tölfræðiblæti hérna á ritstjórninni.