Það er orðið langt síðan við höfum talað um Dwight Howard.* Tími til að bæta úr því með einum litlum mola.
Vissir þú að það sem af er leiktíðinni í vetur er Howard taka færri skot að meðaltali í leik hjá Orlando en Ben Wallace gerði hjá Detroit Pistons leiktíðina 2004?
Nei, þér hefði seint dottið það í hug. Heldurðu að við séum að ljúga? Flettu því þá upp. Það er staðreynd.
Gæti verið að sóknarleikur Ben Wallace árið 2004 sé svona vanmetinn - eða er Dwight Howard ofmetnasti miðherji
Howard hefur átt það til að grenja yfir því að fá ekki að sjá nóg af boltanum hjá Orlando og er svo sem ekki öfundsverður af því að spila með öllum þessum
Hann ætti samt að kíkja aðeins í spegil og spyrja hvort gæti verið ástæða fyrir því að hann fær úr jafn litlu að moða og raun ber vitni.
Strákurinn frákastar vel og er duglegur í vörninni en á samt enn langt í land. Og það er eins og hann sé alltaf í villuvandræðum. Þessi maður sem pennar vestanhafs keppast við að ausa lofi og kalla margir verðmætasta leikmann deildarinnar það sem af er (!?!).
Howard sýndi einmitt lipra MVP takta í kvöld þegar hann stýrði liði sínu ekki til sigurs gegn arfaslöku og undirmönnuðu Indiana-liði. Fór út af með sex villur og var 2-6 utan af velli og 7-12 á vítalínunni. Mjög clutch.
* Það er farið að bera þó nokkuð á meðvirkni hjá okkur út af öllu þessu einelti út í Howard ræfilinn. Einelti er ljótt, en á hinn bóginn eru fæstir sem lenda í einelti kallaðir bestu miðherjar í heimi og hala inn tvo milljarða króna í laun á ári. Howard verður því með skotskífu á enninu þangað til hann fer að spila minnst hálfa leið upp í skrumið.