Sunday, December 13, 2009
Útrásarvíkingurinn Boozer
Við erum búin að skrifa tvo langa pistla um Carlos Boozer sem við byggðum á skoðun Charles Barkley á TNT á fimmtudagskvöldið þar sem hann kenndi framherjanum tækifærissinnaða um óstöðuga spilamennsku Utah Jazz í vetur.
Við hentum báðum pistlunum. Þið hefðuð ekki nennt að lesa þá hvort sem er. Staðreyndin er bara sú að Boozer er útrásarvíkingur.
Enginn leikmaður í deildinni gefur liði sínu jafn rosalega mikið en tekur það allt til baka og meira til í sömu andrá. Verði næsta liði sem tekur hann að góðu.
Utah Jazz gerir ekkert annað en veltast um í meðalmennsku fyrr en það losnar við Boozer og (samning) leikmannsins sem einu sinni var Andrei Kirilenko.
*Viðbót*
Af hverju heldur fólk áfram að skrifa á Blogger-blogg þó það sé í raun og veru handónýtt drasl með sömu óþolandi smávillunum og voru á því árið 2005?
Skilgreiningin á geðveiki er að gera sömu mistökin aftur og aftur og búast alltaf við annari niðurstöðu. Þar höfum við það.
Það er samt $%&%/$/&% óþolandi að vinna á blogg sem birtir færslur eins (gallaðar) og því sýnist!
*Önnur Viðbót*
Nú er þessi færsla orðin eins og við vildum hafa hana. Það tók ekki nema 64 breytingar og vistanir. Til hamingju Blogger!