Sunday, December 13, 2009

Agent Orange


"Þreföld tvenna Gilbert Arenas nægði Washington ekki gegn Indiana" sögðu fyrirsagnirnar eftir að Wizards tapaði enn einum leiknum í nótt.

Kannski er þetta dæmi um "glasið er hálffullt" fréttamennskuna í NBA.  Við erum kannski ekki alveg eins jákvæð. Ef við hefðum skrifað um tap Washington á heimavelli gegn undirmönnuðu Indiana-liði hefðum við líklega boðið upp á fyrirsögnina:

"Gilbert Arenas var rétt búinn að skipta um nærbuxur eftir að hafa klúðrað Boston-leiknum á fimmtudagskvöldið á vítalínunni þegar hann gerði aftur upp á bak við sömu aðstæður gegn slöku liði Indiana og sannaði endanlega fyrir mörgum að hann er hreint ekki sá töffari sem hann heldur að hann sé og að Washington vinnur aldrei neitt með þessum kjarna leikmanna!"

Kannski dálítið löng fyrirsögn. Það er rétt. En við sjáum þetta nokkurn veginn svona.