Tuesday, December 15, 2009

Til lukku með það


Andris Biedrins og Ronny Turiaf, miðherjar Golden State Warriors, eru báðir meiddir. Þeir eru ekki bestu körfuboltamenn í heimi. Það er gefið. En það er nokkuð víst að liðið þeirra hefur líklega aldrei saknað þeirra eins mikið eins og í kvöld þegar það sparaði 76ers kinnroðann sem fylgir þrettán töpum í röð með því að steinliggja í Philadelphia 117-101.

Huggulegt fyrir Sixers að fá meiðslum hrjáð lið Warriors í heimsókn til að stöðva þessa ljótu taphrinu. Warriors-lið sem var að spila fimmta útileik sinn í röð á einni viku. Lið sem var út-frákastað 59-26 í kvöld! Philadelphia hirti 25 sóknarfráköst. Skrítið að þeir hafi unnið....

Hvað um það. Við óskum Allen Iverson til hamingju með fyrsta sigur sinn með Sixers í hrikalega langan tíma. Liðið hafði ekki tapað þrettán leikjum í röð síðan á nýliðaári Iverson leiktíðina 1996-97.