
Til að útskýra þetta betur, má segja að maður sem tók sér 27 mínútur til að lesa dagblaðið sitt árið 1983 sé í dag ekki tilbúinn til að gefa sér nema 48 sekúndur til að stikla á stóru yfir það helsta á fjórum uppáhalds síðunum sínum á netinu.
Því má ætla að þessi sami maður eyði allt að 26 mínútum aukalega í að hafa áhyggjur af appelsínuhúð og taka lán fyrir drasli til að fylla upp í ógnarstórt tómarúmið innra með sér.
Að þessu sögðu, eru ansi góðar líkur á því að við höfum misst alla þá lesendur sem lögðu í þessa færslu inn á barnaland eða ruv.is. Það gerir svo sem ekkert til. Við týndum þræðinum í færslunni eftir fjórar setningar.
Gættu þess bara að setja NBA Ísland í daglega lestrarrútínu þína. Það borgar sig. Hérna treður enginn upp á þig umræðum um bankarán og spillingu. Svo er líka friðsælt hérna, enda er nóg að gera í athugasemdakerfinu á Eyjunni.