
Leikmenn Cleveland duttu í bleikt eins og þeir sáu sem fylgdust með liðinu hamra slappa Chicago menn á Gömlu Sýn. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur litur, en meiningin var krúttleg.
En hvaða afsökun höfðu leikmenn Utah Jazz?
Var verið að gera tilraunir með ljóstillífun á körfuboltabúningum?
Það er eitt að vinna andstæðinginn. Annað að gera það í svona búningum. Þetta er atriði fyrir mannréttindadómstóla.