Saturday, December 5, 2009

Elton Brand er atvinnumaður í körfubolta


Nokkrar fréttir í NBA hafa komið okkur álíka mikið á óvart og Framsóknarflokkurinn.
Það er að segja ekkert!

Ron Artest kemur með fáránlega yfirlýsingu -komið
Allen Iverson vill ekki sitja á bekknum - komið
Ef LeBron James opnar á sér munninn, er gerð frétt úr því. Alveg sama hvað hann segir - komið
Yao Ming og Tracy McGrady muna ekki í hvernig búningum Houston spilar - komið.
Tiger Woods lendir í hneyksli í einkalífinu - komið(!)

En þið sjáið hvert við erum að fara með þessu.

Annað sem hefur alls ekki komið okkur á óvart er sú staðreynd að miðlar eru farnir að slúðra mikið um að forráðamenn Philadelphia séu tilbúnir að selja bæði sálir sína og ömmur til að losna við Elton John-Brand og tröllvaxinn samning hans frá félaginu.

Okkur finnst svo stutt síðan Elton Brand var einn besti kraftframherji heimsins, en síðan hann skipti með látum til Philadelphia hefur hann bara við Elton John-Brandur.  Ef hann hefur ekki verið meiddur, hefur hann bara verið lélegur. Er ekki sami maður. Andlaus. Passar ekki inn í liðið. Fáar mínútur. Bömmer bara.

Gaurinn á fjögur ár og sextíuogsex milljónir dollara eftir af samningi sínum við Sixers. Ljótt að segja það, en þetta er einn hrikalegasti samningurinn í deildinni.

Það eru bara tvær leiðir út úr svona samningi. New York eða Memphis. Gangi þeim vel.