Tuesday, December 1, 2009
Iverson Sprengingar (þær fyrstu í röðinni)
Til allrar hamingju, bæði fyrir okkur hérna á ristjórninni og ykkur lesendur góðir, var þetta blogg að hefja göngu sína í gær og því er þetta aðeins fyrsta færslan okkar um sápuóperu Allen Iverson.
Það hefur á tíðum verið ansi átakanlegt að fylgjast með fjaðrafokinu í kring um blessað skinnið hann Iverson. Er það ekki hans mál ef hann vill yfirgefa leikinn á þennan hátt?
Meðvirkni blaðamanna og fyrrum leikmanna í umfjöllun um málið hefur verið kjánahrollur út í gegn.
Fyrst var hann orðaður við New York Nix. Það hefði verið fín lending að okkar mati, en rétt eins og þegar átti að fá Rússalánið forðum - reyndist áhuginn vera einhliða. New York kærði sig ekki um Iverson og þann pakka sem hann ber með sér.
Nú er það gamla félagið hans Iverson, Philadelphia, sem ku vera að ræða við hann. Þar vantar jú varaskeifu fyrir Lou Williams og allt það. Það væri krúttlegt að sjá hann aftur í búningi Sixers, en það er ekki mikill dýrðarljómi í kring um þetta lið í dag. Ekki vinnur það titil á næstunni. Og þá ekki bara af því það semur við Allen Iverson.
Æ, hvað það hlýtur að vera erfitt að vera Iverson núna. Þetta mál er farið að líkjast máli Latrell "ég þarf að brauðfæða börnin mín" Sprewell og Stephon "væri þér sama þó ég borðaði skóáburðinn þinn" Marbury.
Ef þið spyrjið okkur - og það gerið þið vitanlega - ætti Iverson annað hvort að stíga af sviði með sæmd núna eða renna fyrir túlann og spila ef hann fær þá samning. Tuh!