Wednesday, December 30, 2009

Ha, nei nei - Þú ert ekkert rekinn... þannig

























Við höfum verið að fylgjast með dramatíkinni í kring um meintan brottrekstur Vinny Del Negro úr þjálfarastólnum hjá Chicago Bulls.

Það lak út um daginn að leitin að eftirmanni hans væri þegar hafin. Del Negro neitaði því að vera á útleið í viðtali í gær og nú fyrir stuttu var haldinn blaðamannafundur hjá Bulls þar sem Gar Forman framkvæmdastjóri félagsins fór gjörsamlega á kostum.

Hann var spurður 800 spurninga um það hvort stæði til að reka Del Negro en svaraði þeim ekki. Þvaðraði bara í hringi og talaði um frímerkjasöfnun og loftslagsbreytingar. Svona eins og íslenskur stjórnmálamaður.

Vá hvað Chicago er búið að klúðra þessu máli.  Er greinilega að taka Martin Jol á Del Negro ræfilinn. Hvernig væri að segja manninum bara upp í stað þess að láta hann dangla svona í snörunni?