Wednesday, December 30, 2009

Það er betra þegar hitt liðið skorar ekki mikið


Það virðist sama hve heitir drengirnir í Atlanta verða. Alltaf virðast þeir breytast í smástelpur þegar þeir mæta Cleveland.

Leikur liðanna í nótt var jafn fram í fjórða leikhluta, þegar LeBron og félögum datt það snjallræði í hug að leyfa Hawks ekki að skora í tæpar níu mínútur! Leik lokið.

Tilþrif leiksins átti okkar maður Delonte West (sjá mynd).


Það getur stundum verið dálítið pínlegt að horfa á einhæfan sóknarleik Cleveland, en varnarleikur liðsins er alveg rosalegur núna. Og árangurinn eftir því.

-----------------

Gaman fyrir okkur en grátlegt fyrir þá sem halda með New Orleans. David West með 44/12 leik og Chris Paul með 16/11/10 þrennu en allt kom fyrir ekki gegn Houston. Það þarf einhver að taka það að sér að segja þessum Houston strákum að þeir séu ekki svona góðir...

Manu Ginobili var nokkuð líkur gamla góða sjálfum sér á NBA TV þegar San Antonio lallaði yfir Minnesota. Manu bauð upp á 14/9/10 leik af bekknum og hefði eflaust náð þrennunni ef úrslitin hefðu ekki verið ráðin jafn snemma og raun bar vitni.

Og ekki gat Kobe farið að falla í skuggann. Sallaði 42 stigum á Golden State í ekkisvosannfærandi sigri. Kobe fær samt risavaxið kúdós fyrir snuddurnar ellefu sem hann gaf á félaga sína.