Wednesday, December 30, 2009

Kevin Durant spilar körfubolta


Það er ekki langt síðan við vorum aðeins að gera grín að Kevin Durant. Hann spilaði hræðilega þegar hann var að frumsýna nýju skóna sína.

Núna er miklu meiri gleði hjá Durant og Liðinu sem spilaði í Seattle.

Thunder er búið að vinna fjóra leiki í röð, þar af þrjá á útivelli og Durant er búinn að skora 38, 30, 40 og 35 stig með um 60% nýtingu í þessum leikjum.

Menn hafa talað um Thunder sem efnilegt lið ansi lengi en það er fyrst núna sem liðið er að standa undir því. Og gott ef þessir strákar eru ekki bara orðnir eitthvað aðeins meira en efnilegir.

Svo er það mikill bónus að það er frábært að horfa á Thunder spila. Þetta er mjög skemmtilegt lið og það er martröð fyrir flest lið að mæta þeim.

Það er eins og allir leikmennirnir í liðinu séu sjö fet á hæð, hlaupi 100 metrana á 11 sléttum og geti stokkið upp í stigatöflu.