
Því er ekki að neita að það finnst einn og einn leiðindapúki hérna á ristjórninni, en þeir fá þá bara að fara fyrr heim á föstudögum þegar við komum saman og gerum eitthvað gott saman... saman.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá góðborgurum þessa lands að í dag er dagur rauða nefsins. Af þessu tilefni hefur hópur fræga fólksins ákveðið að sprella saman í sjónvarpsútsendingu í kvöld og ætlunin er að safna fé handa UNICEF.
Við hér á NBA Ísland ætlum ekki að vera eftirbátar fræga fólksins og fengum okkur öll kokteil eftir vinnu, klædd glímubeltum og lambhúshettum einum fata.
Svo fórum við í skemmtilegan skotleik þar sem við reyndum að hæfa æxlunarfæri hvors annars með gúmmíteygjum sem við fundum á gólfinu í skrifstofunni.
Allt fyrir gott málefni.