Thursday, July 6, 2017
NBA Ísland rýnir í félagaskipti Gordon Hayward
Þið heyrið leikmenn og þjálfara í NBA deildinni tala um að sé fjölskylduandrúmsloft hjá hinu eða þessu liði, nú eða fara alla leið með þetta og fullyrða að liðið þeirra standi saman eins og fjölskylda. Þetta er auðvitað rakinn þvættingur og flestir leikmenn væru til í að kveikja í þessari svokölluðu "fjölskyldu" sinni ef það þýddi að þeir fengju 5.000 dollurum hærri samning eða eitthvað þvíumlíkt.
Félögin í NBA deildinni eru misjöfn eins og þau eru mörg, en þó þeim verði aldrei ruglað saman við alvöru fjölskyldur, eru þó nokkrir klúbbar í NBA sem eru reknir á - hvað eigum við að segja - persónulegri máta en aðrir.
Margir klúbbar í NBA deildinni eru með afar ópersónulegt sýstem og kaldhranalegan kúltúr, ef einhvern kúltúr yfir höfuð og versla með leikmenn út og suður eins og þeir væru körfuboltamyndir en ekki manneskjur. Þarna er ekkert elsku amma, engin persónuleg sambönd og samskipti. Þetta er bara bissness.
Utah Jazz er félag sem rekið er nánast þveröfugt við þetta. Auðvitað er Utah líka bissness eins og hinir klúbbarnir og auðvitað skipta þeir á leikmönnum og bjóða þeim nískulega samninga og allt það eins og öll hin liðin, en þau gera þetta mestanpart öðruvísi en aðrir þarna í Utah.
Það liggur líka beinast við að aðferðafræðin hjá Jazz sé aðeins öðruvísi, því fólkið í Utah - í Salt Lake City þar sem liðið er til húsa - er af öðrum sauðahúsum en fólkið á bak við restina af klúbbunum í NBA. Allt öðrum.
Utah Jazz er afskaplega vel rekið félag, sannkallað fyrirmyndarfélag eins og San Antonio, sem kemur ekkert á óvart því að San Antonio smíðaði rekstrarmódelið sitt eftir Utah Jazz á tíunda áratugnum og til að rugla þessu enn betur saman, er hluti af staffinu hjá Utah fólk með Spurs-tengsli. Nægir þar að nefna framkvæmdastjórann Dennis Lindsay og þjálfarann Quin Snyder.
Og þetta vel rekna félag, á einum minnsta og á margan hátt óvinsælasta markaðnum í NBA deildinni, gerði allt rétt þegar kom að því að reyna að halda í Stjörnuleikmanninn sinn Gordon Hayward. Félagið hafði mikla trú á Hayward þegar það tók hann í nýliðavalinu á sínum tíma og það er alveg með hreinum ólíkindum að lesa hvað fólk var að segja um hann þegar Utah valdi hann.
Gleðipinninn í greininni hér fyrir neðan er gott dæmi, en hann gerir allt nema öskra upp yfir sig að Kevin O´Connor þáverandi framkvæmdastjóri Utah sé heilalaus helvítis hálfviti og eigi bara að ganga í sirkus fyrir þessa glórulausu vitleysu sem það var að drafta þennan horaða krakkavesaling inn í deild hinna fullorðnu karlmanna. Risavöxnu, fullorðnu karlmanna.
Já, Utah-menn gerðu allt sem þeir gátu, eða nokkurn veginn allt. Þeir styggðu Hayward eitthvað á tímabili með því að bjóða honum eitthvað nískulegan samning, en það var bara vegna þess að a) félagið tekur ekki þátt í því að borga leikmönnum einhverja bull-samninga. Það bara kemur ekki til greina. Og b) Hayward var andskotann ekkert nógu góður til að fá þennan helvítis max samning sem hann hefur alltaf átt rétt á, alveg sama hvað hann var lélegur. Hér er auðvitað átt við fyrstu árin hans í deildinni.
En nú er Hayward farinn til Boston. Bless, bless Utah, segir hann í einhverri bull-grein, sem segir ekkert. Nafngreinir hvorki meira né minna en EINN leikmann, eftir að hafa spilað með liðinu árum saman. Spes.
Efnisflokkar:
Ákvörðunin
,
Celtics
,
Félagaskiptaglugginn
,
Gildi og ákvarðanataka
,
Gordon Hayward
,
Jazz
,
Júdas
,
Markaðsmál
,
Ríku ríkari
,
Rudy Gobert
Skápurinn hans Gordons
Efnisflokkar:
Brad Stevens
,
Celtics
,
Félagaskiptaglugginn
,
Gordon Hayward
,
Jae Crowder
,
Sjoppan
Tuesday, July 4, 2017
"Bílasamningur" Kevin Durant við Warriors
Efnisflokkar:
Kevin Durant
,
Leikmannamál
,
Ríku ríkari
,
Samningar
,
Warriors
Subscribe to:
Posts (Atom)