Thursday, May 11, 2017

Nýtt hlaðvarp


Í 78. þætti Hlaðvarps NBA Ísland fara Baldur Beck og Kjartan Atli Kjartansson yfir stöðu mála í úrslitakeppni NBA deildarinnar, þar sem Houston og San Antonio (leikur 6 á miðnætti í nótt á Stöð 2 Sport) og Washington og Boston (leikur 6 annað kvöld á miðnætti á Stöð 2 Sport 2) berjast um réttinn til að lenda í klónum á Golden State og Cleveland í fjögurra liða úrslitum.

Þá skyggnast þeir inn í framtíðina hjá liðum eins og Toronto, LA Clippers, Boston og Utah, stöðu LeBron James á lista bestu leikmanna allra tíma, muninn á NBA deildinni í dag og á 9. áratugnum og ótalmargt fleira.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann.  Rannsóknir hafa sýnt að Hlaðvarp NBA Ísland er ein besta kostnaðar- og (nánast) auglýsingalausa afþreying sem völ er á í heiminum.*  Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.



* - Þetta er auðvitað haugalygi. Ekki trúa öllu sem þú lest, nema hér á NBA Ísland. Það hafa auðvitað ekki verið gerðar neinar rannsóknir á því hvað Hlaðvarp NBA Ísland er góð afþreying, en við gætum ímyndað okkur að ef einhver væri nógu vitlaus til að taka þetta til rannsóknar, gætu niðurstöður hennar leitt eitthvað þessu líkt í ljós.