Hlaðvarp NBA Ísland er því miður í dauðateygjunum þessa dagana, en ef þið kaupið það grunnkonsept að hlaðvarp sé hlaðvarp, getið þið vonandi sætt ykkur við það í bili að heyra fulltrúa NBA Ísland í hlaðvarpi á öðrum miðli. Baldur Beck á ritstjórn NBA Ísland varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera gestur í hlaðvarpi þeirra Davíðs Elds og Ólafs Þórs Jónssonar, ritstjóra karfan.is í lok vikunnar.
Í þættinum er rýnt í tilurð og sögu vefsíðunnar NBA Ísland og svo er púlsinn að sjálfssögðu tekinn á NBA deildinni í dag, úrslitakeppninni, nýliðavalinu, úrvalsliðunum ársins og öðrum verðlaunahöfum á nýafstöðnu tímabili. Þetta er útskýrt nánar á karfan.is.
NBA Ísland vill nota þetta tækifæri til að þakka ritstjórum karfan.is fyrir að taka fyrrnefndu síðuna til umfjöllunar og veita henni góða kynningu í eyru fjölmargra hlustenda/lesenda sem annars hefðu ef til vill aldrei heyrt af henni. Smelltu hér til að nálgast hlaðvarpið á karfan.is.