Gestur 73. þáttar Hlaðvarps NBA Ísland er íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson á Fréttablaðinu og Vísi.is. Tómas er einn af mönnunum á bak við þáttinn vinsæla Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport og er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að íþróttum.
Í þættinum segir Tómas okkur frá vinnunni á bak við Körfuboltakvöld, viðtökum á þættinum nú þegar hann er á sínu öðru ári og jákvæðri og neikvæðri gagnrýni áhorfenda og fólks úr körfuboltahreyfingunni. Næst víkur sögunni að Domino´s deild karla; baráttunni um titilinn, liðum og leikmönnum sem hafa gert gott mót í vetur, liðunum sem þeir spá því að muni falla í vor, uppáhalds leikmönnum og leikmönnum sem hafa valdið vonbrigðum og margt, margt fleira.
Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Hlaðvarp NBA Ísland inniheldur engar auglýsingar og er enn sem komið er ókeypis, sem gerir það að einu verðmætasta afþreyingarefni sem völ er á. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Athugasemdir, ánægja og/