Friday, January 13, 2017

Nýtt hlaðvarp
Í 72. þætti Hlaðvarps NBA Ísland, vaða þeir Baldur og Gunnar úr einu umræðuefninu í annað sem aldrei fyrr og það þýðir að þátturinn er alls ekki fyrir viðkvæma, enda yfir tveir tímar á lengd.

Til að nefna lítið brot af því sem tekið er til umfjöllunar í þættinum, má meðal annars nefna afleitt gengi New York Knicks og hvernig samningur Joakim Noah við félagið er einn sá versti í sögu NBA, bestu alhliða leikmenn deildarinnar (t.d. Kawhi Leonars vs Kevin Durant), framtíð Paul Millsap hjá Atlanta eða annars staðar, DeMar DeRozan, Kyle Lowry og Toronto-liðið, leikmenn sem hafa verið í ruglinu í vetur, Hakeem Olajuwon, Kareem og Showtime-lið Lakers, Giannis Antetokounmpo , raða Austur- og Vesturdeildinni niður í þrep eftir styrkleika og pæla í því hvaða lið eiga eftir að komast í úrslitakeppnina.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á t.d. símann ykkar eða mp3 spilarann. Nei, við erum ekki búinn að setja þetta inn á itunes, þetta er fjandans nóg og þetta er frítt. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur. Þið rúlið all hrikalega.

Athugasemdir, ánægja og/eða aðfinnslur sendist til: nbaisland@gmail.com