Wednesday, November 23, 2016

Nýtt hlaðvarp: Fallega svartur föstudagur


71. þáttur Hlaðvarps NBA Ísland var að detta í hús. Í honum fara körfuboltaálfarnir Baldur Beck og Kjartan Atli Kjartansson yfir það sem verður í boði í körfunni á Sportinu fram að helginni.

Á Stöð 2 Sport verður boðið upp á þá skemmtilegu nýbreytni á föstudaginn kemur að sýna NBA leik (Celtics-Spurs á Sport 2 kl. 18:00) á undan leik dagsins í Domino´s deild karla (Þór Þ - Tindastóll á Sportinu kl. 20:00). Þetta kemur til vegna þess að á föstudaginn er svokallaður svartur föstudagur í Bandaríkjunum (dagurinn eftir þakkargjörð), en leikurinn í Boston er raunar sá eini sem er svona snemma á ferð í NBA deildinni - og er haldinn klukkan 13:00 að staðartíma.

Að venju er svo tekið létt útsýnisflug yfir NBA deildina með helstu stoppum í Boston, Oakland og Los Angeles, þar sem leikmenn eins og Al Horford, Kevin Durant, Draymond Green og Chris Paul verða í nærmynd.

Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.

Athugasemdir, ánægja og/eða aðfinnslur sendist til: nbaisland@gmail.com