Friday, September 30, 2016
Nýtt hlaðvarp: Það styttist í þetta
Nú er orðið afar stutt í jólin hjá okkur körfuboltafólki og föstudagskvöldið 30. september ætla snillingarnir í Domino´s Körfuboltakvöldi að hringja hátíðina formlega inn með fyrsta þætti vetrarins á Stöð 2 Sport, sem sendur verður út beint frá knæpunni á Kex kl. 21:00.
Hlaðvarp NBA Ísland fékk andlit þáttarins, Kjartan Atla Kjartansson, til að segja okkur frá vinnunni bak við tjöldin, framtíðaráformum í kring um þáttinn, Domino´s deildunum í vetur, landsliðunum, komandi vetri í NBA og margt, margt fleira.
Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Athugasemdir, ánægja og aðfinnslur sendast á: nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Sunday, September 11, 2016
Síðsumarshlaðvarp
Við erum örugglega ekki ein um það að vera farin að sakna NBA deildarinnar alveg hrikalega, enda er sumarið búið að vera langt og strangt. NBA Ísland reynir þó að gera það sem það getur til að stytta ykkur stundirnar þessar vikur sem eftir eru, þó íslenski boltinn fari auðvitað af stað fyrr (meira um það fljótlega).
Í nýjasta hlaðvarpinu stikla þeir Baldur og Gunnar yfir það helsta sem liggur á þeim nú þegar styttist í haustvertíðina í NBA, þar sem fókusinn er á Vesturdeildina, frá Golden State og niður og svo auðvitað margt fleira skemmtilegt.
Þið getið hlustað á nýjasta þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Athugasemdir, ánægja og aðfinnslur sendast á: nbaisland@gmail.com
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
Subscribe to:
Posts (Atom)