Tuesday, April 12, 2016
Nýtt hlaðvarp
Gestur Baldurs Beck í 60. þætti Hlaðvarps NBA Ísland er Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar. Farið er yfir veturinn hjá Stjörnunni, nýja samninginn hans Hrafns við félagið, úrslitakeppnina, kynslóðaskiptin sem eru að verða í Garðabænum, taktík liðsins í vörn og sókn og leikmannamál félagsins í framtíðinni.
Hrafn spáir í spilin fyrir undanúrslitarimmurnar hjá Tindastól-Haukum og KR-Njarðvík og í lokin rabba þeir aðeins um liðið hans Hrafns í NBA deildinni (Lakers) og auðvitað ofurlið Golden State og Stephen Curry.
Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.
Efnisflokkar:
Hlaðvarpið
,
Hrafn Kristjánsson
,
Stjarnan
,
Úrslitakeppni 2016