Saturday, April 16, 2016

Nýtt hlaðvarp: Úrslitakeppni NBA hefst í dag


61. þáttur Hlaðvarps NBA Ísland er helgaður úrslitakeppni NBA deildarinnar sem hefst í dag. Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason spá í spilin fyrir komandi átök, en fyrsti leikur Golden State Warriors og Houston Rockets verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 í kvöld.

Þið getið hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar á mp3 formi til að setja hann inn á spilarann ykkar. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.