Wednesday, March 30, 2016

Vonsviknir bolir


Þvílík vonbrigði sem það hljóta að hafa verið fyrir þennan hressa Þjóðverja, þegar ESPN-penninn Royce Young í Oklahoma sagði honum að uppáhalds leikmaðurinn hans Kevin Durant yrði ekki með liðinu í nótt - hann yrði hvíldur.

Það er ömurlegt að heyra af svona, þegar fólk leggur á sig löng ferðalög og borgar stórfé til að sjá stjörnurnar sínar í NBA deildinni - en fer vonsvikið heim af því leikmennirnir sem fá borgað fyrir að spila, eru hvíldir.

Við vonum að þetta hafi ekki komið fyrir neinn af lesendum NBA Ísland, en við erum með nokkuð skothelt ráð við þessu leiðinlega vandamáli. Ekki vera kjáni og melda þig á leik á þessum árstíma. Þá ertu að biðja um að lenda í svona bulli. Farðu á leik fyrr á tímabilinu en ekki á lokasprettinum þegar liðin eru að hvíla leikmenn, eða þeir að "meiðast" í tíma og ótíma. Nú eða reddaðu þér miða á leik í úrslitakeppninni, ef þú átt banka.