58. þáttur Hlaðvarps NBA Ísland er komið í loftið. Í þættinum fara Baldur Beck og Gunnar Björn Helgason yfir stöðu mála í NBA deildinni. Þeir ræða m.a. hvaða lið eru líklegust til að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, hvort félagaskiptin um daginn muni hafa áhrif í framhaldinu, vandræðaganginn á Oklahoma, velgengni Golden State og ótalmargt fleira.
Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan eða farið inn á
hlaðvarpssíðuna og sótt hann þar til að setja hann inn á spilarann þinn. Njótið vel, kæru lesendur/hlustendur.